Sterkur orðrómur er í gangi um að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, komi til með að taka að fullu yfir Ár og Dag og þar með Blaðið.
Nokkur óróleiki er sagður hafa farið í gang yfir samstarfi Sigurðar G. Guðjónssonar, stjórnarformanns Árs og dags, við Baug á tímaritamarkaði, en hann var einnig í forsvari fyrir Birtíng, sem að stærstum hluta var seldur til Hjálms, sem er í eigu Baugs.
Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur sú hugmynd að Árvakur taki alveg yfir Blaðið verið rædd í eigendahópnum, en sé samt ekki lengra komin en það.
Ljóst er að Árvakur hefur áhuga á Blaðinu, enda keypti félagið sig inn í það. Spurning er bara hver er í kjörstöðu til að selja hverjum.