Dæmdar bætur vegna gæsluvarðhalds 14. desember 2006 14:29 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi. Manninum var haustið 2004 gert að sæta nálgunarbanni gangvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður og unnusta hennar. Lögreglu bárust svo tvær kærur í nóvember og desember það ár um að hann hefði brotið gegn nálgunarbanninu og var því farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna rannsóknar málsins 9. desember. Þann 3. janúar 2005 rann sá gæsluvarðhaldsúrskurður út og fór þá lögregla fram á að maðurinn sætti áfram í gæsluvarðhaldi. Á það féllst héraðsdómur en Hæstiréttur vísaði úrskurðinum frá dómi 7. janúar. Höfðaði maðurinn í kjölfarið mál og fór fram á þrjár milljónir króna í bætur þar sem hann hefði setið saklaus í fangelsi og jafnframt orðið fyrir atvinnutjóni. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fullt tilefni hefði verið til að úrskurða manninn í gæsluvarðhald 9. desember en framlengingu gæsluvarðhaldsins hafi brostið lögmæt skilyrði þar sem máli vegna gæsluvarðhaldsúrskurðarins var vísað frá dómi. Var því fallist á að maðurinn ætti rétt á 250 þúsund krónum í miskabætur en ekki kröfur hans um bætur vegna atvinnutjóns enda hefðu engin gögn verið lögð fram henni til stuðnings. Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi. Manninum var haustið 2004 gert að sæta nálgunarbanni gangvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður og unnusta hennar. Lögreglu bárust svo tvær kærur í nóvember og desember það ár um að hann hefði brotið gegn nálgunarbanninu og var því farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna rannsóknar málsins 9. desember. Þann 3. janúar 2005 rann sá gæsluvarðhaldsúrskurður út og fór þá lögregla fram á að maðurinn sætti áfram í gæsluvarðhaldi. Á það féllst héraðsdómur en Hæstiréttur vísaði úrskurðinum frá dómi 7. janúar. Höfðaði maðurinn í kjölfarið mál og fór fram á þrjár milljónir króna í bætur þar sem hann hefði setið saklaus í fangelsi og jafnframt orðið fyrir atvinnutjóni. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fullt tilefni hefði verið til að úrskurða manninn í gæsluvarðhald 9. desember en framlengingu gæsluvarðhaldsins hafi brostið lögmæt skilyrði þar sem máli vegna gæsluvarðhaldsúrskurðarins var vísað frá dómi. Var því fallist á að maðurinn ætti rétt á 250 þúsund krónum í miskabætur en ekki kröfur hans um bætur vegna atvinnutjóns enda hefðu engin gögn verið lögð fram henni til stuðnings.
Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira