Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum 14. desember 2006 10:38 Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó. Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó.
Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira