Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka 13. desember 2006 18:12 Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum." Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum."
Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira