Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot 12. desember 2006 12:45 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. Maðurinn játaði á sig verknaðinn en hann hafði áður verið dæmdur fyrir sams konar brot og rauf með brotunum nú skilorð. Hins vegar segir dómurinn manninn eiga sér þær veigamiklu málsbætur að hafa frá upphafi gert sér far um að aðstoða við rannsókn málsins og játað brot sín skýlaust fyrir dómi. „Ávallt er lítill vegur að sparka í liggjandi mann. Ákærði er fjölskyldumaður, eignalaus, en stórskuldugur. Þótt fallast megi á með ákæruvaldinu að eigi sé óeðlilegt að dæma ákærða að minnsta kosti til greiðslu fésektar er nemi þrefaldri þeirri skattfjárhæð, sem hann innheimti og stóð ekki lögmælt skil á, sbr. til dæmis hæstaréttardómur 11. maí 2006 í máli nr. 475/2005, verður trauðla séð að slík sektarupphæð hefði meiri varnaðaráhrif, almenn eða sérstök, en ef miðað er við lögbundið lágmark um tvöföldun samkvæmt framansögðu. Mun dómur því miða við umrætt lágmark," segir í dómnum. Þótti hæfileg refsing því níu mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár auk 29 milljóna króna sektar, en greiði maðurinn ekki fésektina innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu skal hann sæta sjö mánaða fangelsi. Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. Maðurinn játaði á sig verknaðinn en hann hafði áður verið dæmdur fyrir sams konar brot og rauf með brotunum nú skilorð. Hins vegar segir dómurinn manninn eiga sér þær veigamiklu málsbætur að hafa frá upphafi gert sér far um að aðstoða við rannsókn málsins og játað brot sín skýlaust fyrir dómi. „Ávallt er lítill vegur að sparka í liggjandi mann. Ákærði er fjölskyldumaður, eignalaus, en stórskuldugur. Þótt fallast megi á með ákæruvaldinu að eigi sé óeðlilegt að dæma ákærða að minnsta kosti til greiðslu fésektar er nemi þrefaldri þeirri skattfjárhæð, sem hann innheimti og stóð ekki lögmælt skil á, sbr. til dæmis hæstaréttardómur 11. maí 2006 í máli nr. 475/2005, verður trauðla séð að slík sektarupphæð hefði meiri varnaðaráhrif, almenn eða sérstök, en ef miðað er við lögbundið lágmark um tvöföldun samkvæmt framansögðu. Mun dómur því miða við umrætt lágmark," segir í dómnum. Þótti hæfileg refsing því níu mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár auk 29 milljóna króna sektar, en greiði maðurinn ekki fésektina innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu skal hann sæta sjö mánaða fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira