Tæplega fertugur karlmaður er grunaður um að hafa naugað rúmlega tvítugri stúlku á Selfossi aðfaranótt laugardagsins. Konan og maðurinn höfðu verið á skemmtistað á Selfossi og farið heim saman til konunnar. Þegar þangað var komið segir konan manninn hafa nauðgað sér.
Hún fór til lögreglunnar á Selfossi á laugardagsmorgun og kærði nauðgunina. Konan var send á Neyðarmóttöku vegna nauðgana og var karlmaðurinn handtekin síðar um morguninn. Hann var yfirheyrður og látinn laus um hádegi. Lögreglan á Selfossi rannsakar nú málið.