Lögregluskóli ríkisins útskrifar í dag þrjátíu og fimm nemendur frá grunnnámsdeild skólans. Útskriftin fer fram í Bústaðarkirkju og syngur meðal annars Lögreglukórinn fyrir útskriftarhópinn.
Ríkislögreglustjóri auglýsti í vikunni eftir lögreglumönnum til starfa við embætti sýslumannsins á Hvolsvelli. Annars vegar er um að ræða starf á lögregluvarðstofunni á Kirkjubæjarklaustri og hins vegar á lögregluvarðstofunni í Vík.