Þetta er besti leikur sem ég hef séð 8. desember 2006 05:27 Steve Nash keyrir hér framhjá Jason Kidd í leik Phoenix og New Jersey í nótt, en þeir áttu báðir stórleik í rimmu sem er þegar orðin sígild NordicPhotos/GettyImages Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira