Bandarískar hleranir á íslandi 7. desember 2006 18:51 Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum. Til þessa hefur hvergi komið fram skjalfest sönnun þess að öryggishagsmunir - eða aðrir hagsmunir - bandaríkjamanna hafi blandast inní hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Í þeim gögnum sem Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingur, lagði til grundvallar bók sinni Óvinir ríkisins eru engin slík skjöl. Guðni segir að þrátt fyrir vitneskju um tengsl hafi hann ekki séð neinn skjalfestan þráð á milli bandarískra yfirvalda og öryggisþjónustu íslenska ríkisins. En sá skjalfesti þráður virrðist vera til. Fréttamaður Stöðvar tvö fór fyrir nokkru fram á að það á grundvelli upplýsingalaga að fá aðgang að þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið sendi Þjóðskjalasafni. Því var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög hefur síðan krafið opinbera stjórnsýslu skýringa á þeirri höfnun - meðal annars hvort þjóðaröryggishagsmunir liggi til grundvallar. Eins og greint var frá í fréttum nýverið vakti athygli að Utanríkisráðuneytið taldi sig þurfa að fá upplýsingar frá Bandaríska flotanum áður en erindinu yrði svarað. Fékk ráðuneytið frest sem er nú liðinn. Í ítrekun sem Úrskurðarnefndin sendir Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi til skoðunar þessi skjöl sem ..."árituð eru af þeim um trúnað." Þarna er því með óbeinum hætti staðfest að í hlerun íslenskra stjórnvalda á íslenskum þegnum hafa legið til grundvallar bandarísk trúnaðarskjöl og væntanlega bandarískir hagsmunir. Utanríkisráðuneytið virðist vera í klemmu útaf þessu máli enda þrýstir Úrskurðarnefndin nú fast á að ráðuneytið skýri sitt mál. Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum. Til þessa hefur hvergi komið fram skjalfest sönnun þess að öryggishagsmunir - eða aðrir hagsmunir - bandaríkjamanna hafi blandast inní hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Í þeim gögnum sem Guðni Th. Jóhanesson, sagnfræðingur, lagði til grundvallar bók sinni Óvinir ríkisins eru engin slík skjöl. Guðni segir að þrátt fyrir vitneskju um tengsl hafi hann ekki séð neinn skjalfestan þráð á milli bandarískra yfirvalda og öryggisþjónustu íslenska ríkisins. En sá skjalfesti þráður virrðist vera til. Fréttamaður Stöðvar tvö fór fyrir nokkru fram á að það á grundvelli upplýsingalaga að fá aðgang að þeim gögnum sem dómsmálaráðuneytið sendi Þjóðskjalasafni. Því var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög hefur síðan krafið opinbera stjórnsýslu skýringa á þeirri höfnun - meðal annars hvort þjóðaröryggishagsmunir liggi til grundvallar. Eins og greint var frá í fréttum nýverið vakti athygli að Utanríkisráðuneytið taldi sig þurfa að fá upplýsingar frá Bandaríska flotanum áður en erindinu yrði svarað. Fékk ráðuneytið frest sem er nú liðinn. Í ítrekun sem Úrskurðarnefndin sendir Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu kemur fram að bandarísk yfirvöld hafi til skoðunar þessi skjöl sem ..."árituð eru af þeim um trúnað." Þarna er því með óbeinum hætti staðfest að í hlerun íslenskra stjórnvalda á íslenskum þegnum hafa legið til grundvallar bandarísk trúnaðarskjöl og væntanlega bandarískir hagsmunir. Utanríkisráðuneytið virðist vera í klemmu útaf þessu máli enda þrýstir Úrskurðarnefndin nú fast á að ráðuneytið skýri sitt mál.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira