Atouba í vondum málum 6. desember 2006 22:29 Atouba sýndi stuðningsmönnum Hamburg hvað honum þótti um þá í kvöld með þessu afdráttarlausa fingramáli sínu NordicPhotos/GettyImages Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld. Atouba gaf CSKA Moskvu vítaspyrnu með klaufalegu broti og átti svo stóran þátt í hinu marki rússneska liðsins með silalegum varnarleik. Eftir síðara markið fékk Thomas Doll þjálfari nóg og skipti Atouba af velli, en Afríkumaðurinn brást hinn versti við þegar stuðningsmenn Hamburg bauluðu á hann og veifaði löngutöng í alla enda stúkunnar þegar hann gekk af velli. Dómarinn gaf honum umsvifalaust rautt spjald, en sem betur fer fyrir Hamburg var liðið búið að framkvæma skiptinguna og því fékk liðið að halda áfram með 11 menn á vellinum og vann góðan og langþráðan sigur. Ljóst er að Atouba á yfir höfði sér harða refsingu fyrir þetta ljóta atvik. Thomas Doll þjálfari segist ætla að ræða við leikmanninn vegna atviksins, en tók þó upp hanskann fyrir hann. "Ég mun ræða við Atouba því svona framkoma á ekki að sjást á knattspyrnuvellinum. Það er hinsvegar algjör óþarfi fyrir hans eigin stuðninsmenn að baula á hann þegar hann fer af velli og það gerir bara illt verra. Hann mun halda áfram að spila með okkur," sagði Doll. Atouba hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins síðan í sumar þegar hann krafðist þess að fá hærri laun hjá félaginu.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira