Fjárlög ríkisins fyrir árið 2007 samþykkt á Alþingi 6. desember 2006 12:02 Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. Áður en kom að lokaatkvæðagreiðslunni tók fjármálaráðherra til máls og sagði þrjú stór meginmál felast í frumvarpinu. Það væri síðasta áfanginn í mesta skattalækkunarferli síðari tíma, það væri stærsta verkefni síðari ára til að bæta kjör aldraðra og það væri stærsta átak nokkru sinni til lækkunar matvælaverðs með lækkun virðisaukaskatts. „Útgjaldafjárlög eru þetta því að útgjöld aukast um 16,7 prósent á milli fjárlaga. Þetta eru kosningafjárlög því að ríkisstjórnin rær nú lífróður. Erindi hennar er lokið, þreki hennar er lokið og það mun að sjálfsögðu verða skipt um ríkisstjórn hér í kosningum í vor," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lokaumræðuna. „Þrátt fyrir að þetta séu útgjaldafjárlög þá eru vanefndir hér á þremur sviðum, gagnvart öryrkjum, gagnvart öldruðum og gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það hljótum við auðvitað að fordæma," sagði hún enn fremur. „Upp úr stendur þó hið alvarlega ójafnvægi í efnahagsmálum landsins. Gríðarlegur viðskiptahalli, svimandi háir vextir og verðbólga langt yfir viðmiðunarmörkum. Gagnvart þessum alvarlegu málum er ríkisstjórnin ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hún hefur gefist upp og flýtur sofandi að feigðarósi með sín mál," sagði Steingrímur J. Sigfússon við sömu umræður. Fréttir Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. Áður en kom að lokaatkvæðagreiðslunni tók fjármálaráðherra til máls og sagði þrjú stór meginmál felast í frumvarpinu. Það væri síðasta áfanginn í mesta skattalækkunarferli síðari tíma, það væri stærsta verkefni síðari ára til að bæta kjör aldraðra og það væri stærsta átak nokkru sinni til lækkunar matvælaverðs með lækkun virðisaukaskatts. „Útgjaldafjárlög eru þetta því að útgjöld aukast um 16,7 prósent á milli fjárlaga. Þetta eru kosningafjárlög því að ríkisstjórnin rær nú lífróður. Erindi hennar er lokið, þreki hennar er lokið og það mun að sjálfsögðu verða skipt um ríkisstjórn hér í kosningum í vor," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lokaumræðuna. „Þrátt fyrir að þetta séu útgjaldafjárlög þá eru vanefndir hér á þremur sviðum, gagnvart öryrkjum, gagnvart öldruðum og gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það hljótum við auðvitað að fordæma," sagði hún enn fremur. „Upp úr stendur þó hið alvarlega ójafnvægi í efnahagsmálum landsins. Gríðarlegur viðskiptahalli, svimandi háir vextir og verðbólga langt yfir viðmiðunarmörkum. Gagnvart þessum alvarlegu málum er ríkisstjórnin ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hún hefur gefist upp og flýtur sofandi að feigðarósi með sín mál," sagði Steingrímur J. Sigfússon við sömu umræður.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira