Búist er við að nýr bæjarstjórnarmeirihluti verði myndaður í sveitarfélaginu Árborg í dag eftir að meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna brast fyrir helgi.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar sátu að samningsgerð í gær og um tíuleytið í gærkvöldi, þegar fundi lauk, hafði náðst samkomulag um skiptingu embætta og skipan í nefndir. Einnig var málefnasamningur langt kominn.