Stjórnmálamenn fá haturspóst 3. desember 2006 18:30 Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira