Ekki hægt að rekja hækkun til Landsvirkjunar 1. desember 2006 16:47 Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. MYND/Vísir Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum." Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Landsvirkjun mótmælir því að rekja megi hækkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur til hækkunar á raforkuverði Landsvirkjunar. Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar hefur haldið því fram að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins upp á 2,4% megi rekja til 10% hækkunar á raforku frá Landsvirkjun. Þannig telur Landsvirkjun að kostnaður Orkuveitunnar, vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006, nemi ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Fréttatilkynningin í heild sinni: „ Upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir í fjölmiðlum í tilefni af gjaldskrárhækkun OR til viðskiptavina sinna að hækkun OR upp á 2,4% sé til komin vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Það er mat Landsvirkjunar að þessi ummæli standist vart skoðun. OR kaupir raforku frá Landsvirkjun að stórum hluta með langtímasamningum. Í þá samninga er innbyggð raunlækkun á verði milli ára. Á þessu ári hefur Landsvirkjun að auki boðið svokallaða grunnorkusamninga sem OR hefur nýtt sér til að kaupa hluta af raforkunni sem fyrirtækið selur síðan áfram í smásölu. Heildsöluverðið í grunnorkusamningum er mun lægra en það sem felst í langtímasamningunum og þeir samningar fela því í sér lækkun á einingaverði í heildsölu. Aukinn kostnaður OR vegna samningsbundinna raforkukaupa af Landsvirkjun á milli áranna 2005 og 2006 nemur ekki meira en rúmu hálfu prósenti. Hækkanir á heildsöluraforku í takt við almennar verðlagsbreytingar að teknu tilliti til innbyggðrar raunlækkunar í langtímasamningum eins og þeim sem OR hefur gert við Landsvirkjun verða vart meiri en 1,0-1,5% um næstu áramót. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa það í huga að heildsölukaupin eru einungis rúmur þriðjungur af verðmyndun raforku í smásölu. Því fer fjarri að kostnaður OR af raforkukaupum í heildsölu af Landsvirkjun geti verið eina skýringin á því að OR telur sig knúna til að hækka raforkutaxta sína um 2,4% um næstu áramót eins og talsmaður þess fyrirtækis lætur koma fram í fjölmiðlum."
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira