Sjúkraflugvél Landsflugs ekki í Eyjum í gærkvöld 29. nóvember 2006 12:15 MYND/Vilhelm Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi til að sækja alvarlega veikan sjúkling til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Landsflugs var ekki í Eyjum þegar til átti að taka. Flugvöllurinn var ófær venjulegum flugvélum til lendingar en hægt hefði verið að fara þaðan á loft. Sjúkraflugvélin var hins vegar ekki á staðnum og flugmann vantaði til að fullmanna flugvél Flugfélags Vestmannaeyja. Eftir erfitt flug ákvað áhöfn þyrlunnar að lenda á Eiðinu þar sem ófært þótti með öllu að lenda á flugvellinum. Þangað var sjúklingurinn fluttur um borð í þyrluna sem lenti með hann við Landsspítalann rúmlega klukkustund síðar. Samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum í Vestmannaeyjum hefur sjúkraflugvélin ekki verið staðsett þar síðan á þriðjudag í síðustu vik, með þeirri undantekningu að Dornier-flugvél félagsins sótti einn sjúkling til Eyja á föstudag. Landsflug tók við sjúkrafluginu um síðustu áramót en síðan þá hafa bæjarstjórn og heilbrigðisráðuneytið ítrekað gert athugasemdir við að félagið standi ekki við gerðan samning á fullnægjandi hátt. Félagið hefur sagt samningnum upp en uppsagnarfrestur rennur ekki út fyrr en eftir allnokkra mánuði, en í hönd fer svartasta skamdegið og tími mikilla veðrabrigða. Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi til að sækja alvarlega veikan sjúkling til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Landsflugs var ekki í Eyjum þegar til átti að taka. Flugvöllurinn var ófær venjulegum flugvélum til lendingar en hægt hefði verið að fara þaðan á loft. Sjúkraflugvélin var hins vegar ekki á staðnum og flugmann vantaði til að fullmanna flugvél Flugfélags Vestmannaeyja. Eftir erfitt flug ákvað áhöfn þyrlunnar að lenda á Eiðinu þar sem ófært þótti með öllu að lenda á flugvellinum. Þangað var sjúklingurinn fluttur um borð í þyrluna sem lenti með hann við Landsspítalann rúmlega klukkustund síðar. Samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum í Vestmannaeyjum hefur sjúkraflugvélin ekki verið staðsett þar síðan á þriðjudag í síðustu vik, með þeirri undantekningu að Dornier-flugvél félagsins sótti einn sjúkling til Eyja á föstudag. Landsflug tók við sjúkrafluginu um síðustu áramót en síðan þá hafa bæjarstjórn og heilbrigðisráðuneytið ítrekað gert athugasemdir við að félagið standi ekki við gerðan samning á fullnægjandi hátt. Félagið hefur sagt samningnum upp en uppsagnarfrestur rennur ekki út fyrr en eftir allnokkra mánuði, en í hönd fer svartasta skamdegið og tími mikilla veðrabrigða.
Fréttir Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira