Viðskipti innlent

Erfitt að stjórna verðbólgu í litlum hagkerfum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða

Það er erfiðara er að hafa stjórn á verðbólgu í litlum hagkerfum líkt og á Íslandi en í stórum hagkerfum. Þetta segir í nýrri vinnuskjali sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag.

Í skjali Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að verðbólga hafi farið langt upp fyrir verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands á síðustu tæpu tveimur árum þrátt fyrir að efri þolmörk verðbólgumarkmiða, sem eru 2,5 prósent, séu ívið hærri en í öðrum löndum. Ekki hafi skattalækkanir bætt úr skák, að sögn sjóðsins.

Þá segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ennfremur að Seðlabankanum geti vel tekist að halda verðbólgu innan þolmarka. Það verði að gera í samstarfi við stjórnvöld. Einhugur verði að vera um markmiðið en sjóðurinn telur líkur á að það verði þó erfiðara en í stærri hagkerfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×