Dallas og Utah með 8 sigra í röð 25. nóvember 2006 13:59 Dirk Nowitzki átti góðan leik fyrir Dallas í sigri á San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni. Dallas lagði San Antonio 95-92 þar sem Dirk Nowitzki fór mikinn fyrir Dallas og skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst. Tim Duncan skoraði 29 stig fyrir San Antonio, sem hefur tapað aðeins þremur leikjum á tímabilinu og öll töpin hafa komið á heimavelli liðsins. Utah hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með því að leggja LA Lakers á heimavelli sínum 114-108. Carlos Boozer fór hamförum enn einn leikinn, skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst og Mehmet Okur skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst. Deron Williams fór mikinn í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 11 af 15 stigum sínum og gaf auk þess 10 stoðsendingar. Andrei Kirilenko sneri aftur eftir fimm leikja fjarveru vegna meiðsla og varði fimm skot. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers, en aðeins 2 í fjórða leikhlutanum. Atlanta lagði Toronto 97-93. TJ Ford skoraði 25 stig fyrir Toronto og Joe Johnson var með 27 fyrir Atlanta. New York vann auðveldan sigur á Boston á útivelli 101-77. Steve Francis skoraði 22 stig fyrir New York en Wally Szczerbiak skoraði 16 fyrir Boston. Miami tapaði enn eina ferðina og nú fyrir grönnum sínum í Orlando á heimavelli 107-104. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando en Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Miami. Allen Iverson sneri aftur eftir erfiða ferð til tannlæknis og tók tannpínuna út á heillum horfnu liði Chicago Bulls þegar hann skoraði 46 stig og gaf 10 fyrir Philadelphia í 123-108 sigri liðsins. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago sem tapaði sjötta leiknum í röð. New Orleans tapaði óvænt sínum fyrsta heimaleik þegar liðið lá fyrir Minnesota 86-79. Ricky Davis skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Chris Paul 18 fyrir New Orleans. Detroit vann fimmta leikinn í röð með sigri á Charlotte 104-95. Emeka Okafor skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte en Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit. Indiana lagði Cleveland 97-87 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland en Jermaine O´Neal skoraði 29 stig fyrir Indiana. Washington hefur enn ekki unnið leik á útivelli og í nótt tapaði liðið fyrir Memphis 95-80. Hakim Warrick skoraði 18 stig fyrir Memphis en Caron Butler skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Washington. Þess má geta að Gilbert Arenas skoraði aðeins 3 stig í leiknum og hitti úr 1 af 12 skotum sínum. Denver lagði Golden State í fjörugum leik 140-129. JR Smith skoraði 31 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 30 stig, en Andris Biedrins skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Golden State. Phoenix lagði New Jersey 99-93. Steve Nash skoraði 26 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix og Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, en Marcus Williams skoraði 26 stig fyrir New Jersey. Loks vann Sacramento sigur á Seattle á útivelli 109-100 þar sem Kevin Martin skoraði 35 stig fyrir Sacramento og Rashard Lewis 26 fyrir Seattle. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Utah og Dallas eru án efa heitustu liðin í NBA deildinni um þessar mundir en í nótt unnu bæði lið sinn áttunda leik í röð í deildinni. Dallas lagði San Antonio á útivelli og Utah skellti LA Lakers og er enn með bestan árangur allra liða í deildinni. Dallas lagði San Antonio 95-92 þar sem Dirk Nowitzki fór mikinn fyrir Dallas og skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst. Tim Duncan skoraði 29 stig fyrir San Antonio, sem hefur tapað aðeins þremur leikjum á tímabilinu og öll töpin hafa komið á heimavelli liðsins. Utah hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með því að leggja LA Lakers á heimavelli sínum 114-108. Carlos Boozer fór hamförum enn einn leikinn, skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst og Mehmet Okur skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst. Deron Williams fór mikinn í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 11 af 15 stigum sínum og gaf auk þess 10 stoðsendingar. Andrei Kirilenko sneri aftur eftir fimm leikja fjarveru vegna meiðsla og varði fimm skot. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers, en aðeins 2 í fjórða leikhlutanum. Atlanta lagði Toronto 97-93. TJ Ford skoraði 25 stig fyrir Toronto og Joe Johnson var með 27 fyrir Atlanta. New York vann auðveldan sigur á Boston á útivelli 101-77. Steve Francis skoraði 22 stig fyrir New York en Wally Szczerbiak skoraði 16 fyrir Boston. Miami tapaði enn eina ferðina og nú fyrir grönnum sínum í Orlando á heimavelli 107-104. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando en Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Miami. Allen Iverson sneri aftur eftir erfiða ferð til tannlæknis og tók tannpínuna út á heillum horfnu liði Chicago Bulls þegar hann skoraði 46 stig og gaf 10 fyrir Philadelphia í 123-108 sigri liðsins. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago sem tapaði sjötta leiknum í röð. New Orleans tapaði óvænt sínum fyrsta heimaleik þegar liðið lá fyrir Minnesota 86-79. Ricky Davis skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Chris Paul 18 fyrir New Orleans. Detroit vann fimmta leikinn í röð með sigri á Charlotte 104-95. Emeka Okafor skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte en Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit. Indiana lagði Cleveland 97-87 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland en Jermaine O´Neal skoraði 29 stig fyrir Indiana. Washington hefur enn ekki unnið leik á útivelli og í nótt tapaði liðið fyrir Memphis 95-80. Hakim Warrick skoraði 18 stig fyrir Memphis en Caron Butler skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Washington. Þess má geta að Gilbert Arenas skoraði aðeins 3 stig í leiknum og hitti úr 1 af 12 skotum sínum. Denver lagði Golden State í fjörugum leik 140-129. JR Smith skoraði 31 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 30 stig, en Andris Biedrins skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Golden State. Phoenix lagði New Jersey 99-93. Steve Nash skoraði 26 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix og Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, en Marcus Williams skoraði 26 stig fyrir New Jersey. Loks vann Sacramento sigur á Seattle á útivelli 109-100 þar sem Kevin Martin skoraði 35 stig fyrir Sacramento og Rashard Lewis 26 fyrir Seattle.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti