Innlent

Sigurður Óli verður aðstoðarforstjóri Actavis

MYND/GVA

Sigurður Óli Ólafsson tekur við af Svöfu Grönfeldt sem aðstoðarforstjóri Actavis en Svafa var í dag kynnt sem næsti rektor Háskólans í Reykjavík. Fram kemur í tilkynngu frá Actavis að Sigurður Óli hafi verið framkvæmdastjóri félagsins í Bandaríkjunum og muni nú einnig gegna stöðu aðstoðarforstjóra félagsins frá 1.desember 2006. Sigurður Óli hefur starfað hjá Actavis frá árinu 2003 eftir að hafa starfað hjá Pfizer í Bretlandi frá 1998 og síðar Pfizer í Bandaríkjunum 2001-2003. Sigurður er fæddur árið 1968 og er lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×