Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl 23. nóvember 2006 15:57 Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira