700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum 23. nóvember 2006 11:19 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Hann var jafnframt ákærður fyrir að hafa fjarlægt sjö hrossanna úr hesthúsi og síðan ítrekað neitað að greina héraðsdýralækni og lögreglu frá því hvar þau voru niðurkomin eftir að héraðsdýralæknir og yfirdýralæknir ákváðu að aflífa þau. Fram kemur í dómnum að allt frá því í febrúar 2004 fram til febrúar 2006 hafi ítrekað verið gerðar athugasemdir við aðbúnað hrossa hjá ákærða og taldi dómurinn sannað að ástand hrossanna ellefu hefði verið svo slæmt að að það varðaði við dýraverndunarlög. Hins vegar var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa fjarlægt sjö hrossanna þar sem verknaðarlýsing var ekki réttilega færð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hefði ekki komist í kast við lögin áður en á móti kom að vanhöld á fóðrun, beit og aðbúnaði hefðu verið viðvarandi í þó nokkuð langan tíma áður en gripið var til þess að farga gripum. Þótti 700 þúsund króna sekt hæfileg refsing eða 34 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Jafnframt var farið fram á það að maðurinn yrði sviptur heimild til að eiga og halda búfénað ævilangt en á það var ekki fallist. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Hann var jafnframt ákærður fyrir að hafa fjarlægt sjö hrossanna úr hesthúsi og síðan ítrekað neitað að greina héraðsdýralækni og lögreglu frá því hvar þau voru niðurkomin eftir að héraðsdýralæknir og yfirdýralæknir ákváðu að aflífa þau. Fram kemur í dómnum að allt frá því í febrúar 2004 fram til febrúar 2006 hafi ítrekað verið gerðar athugasemdir við aðbúnað hrossa hjá ákærða og taldi dómurinn sannað að ástand hrossanna ellefu hefði verið svo slæmt að að það varðaði við dýraverndunarlög. Hins vegar var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa fjarlægt sjö hrossanna þar sem verknaðarlýsing var ekki réttilega færð til refsiákvæða. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hefði ekki komist í kast við lögin áður en á móti kom að vanhöld á fóðrun, beit og aðbúnaði hefðu verið viðvarandi í þó nokkuð langan tíma áður en gripið var til þess að farga gripum. Þótti 700 þúsund króna sekt hæfileg refsing eða 34 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Jafnframt var farið fram á það að maðurinn yrði sviptur heimild til að eiga og halda búfénað ævilangt en á það var ekki fallist.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira