Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum 21. nóvember 2006 17:23 MYND/Reuters Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings. Að sögn Harðar Helga Helgasonar, aðstandanda Haraldar, hefur Haraldur búið með konu sinni í Lundúnum í sjö ár en þar starfar hann sem ljósmyndari. Þrír hettuklæddir menn réðust á hann á sunnudagsmorgun þar sem hann var á reiðhjóli skammt frá heimili sínu. Árásin var algjörlega tilefnislaus en hún náðist á öryggismyndavél auk þess sem vitni urðu að ódæðinu.Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum Haraldar að hann hafi í kjölfarið verið fluttur á nálægt bráðasjúkrahús þar sem hann gekkst undir sex klukkustunda langa aðgerð. Aðgerðin tókst vel en sökum alvarlegra höfuðáverka liggur Haraldur Hannes á gjörgæsludeild og er í lífshættu.Aðstandendur Haraldar vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls þess fjölda fólks sem hefur haft samband, komið á framfæri kveðjum og hafa beðið fyrir góðum bata hans og um leið hafa þeir stofnað reikning í nafni hans hjá SPRON.Að sögn Harðar Helga er það gert vegna þess hve alvarleg meiðsli hans eru og því óvíst hversu vel hann nær sér og þá hversu langan tíma hann er að ná bata. Hörður Helgi segir ekki ljóst hvort Haraldur hafi orðið fyrir heilaskaða í árásinni. Reikningurinn sem stofnaður hefur verið í nafni Haraldar er með númerið 1150-26-26600, kt. 070970-4229.Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sendirráðsprests í Lundúnum, liggur ekki fyrir hvort árásarmennirnir hafi verið handteknir en miklar annir hafi verið hjá lögreglunni í Lundúnum nú eftir helgina. Hann segir ekki óeðliegt að hlutir sem þessir taki langan tíma hjá lögreglunni þar í borg.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira