Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs 21. nóvember 2006 17:15 Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp. Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp.
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira