Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum 20. nóvember 2006 19:18 Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana. Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana.
Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira