Tröllið Shaquille O´Neal gekkst undir aðgerð á hné í gær, sem gekk afar vel, að sögn lækna hans. Búist er við því að Shaq hefji endurhæfingu á hnénu strax í dag.
Aðgerðin í gær tók ekki nema 45 mínútur enda voru meiðslin minniháttar. Búist er við að Shaq geti spilað að nýju eftir um 4-6 vikur og gera forráðamenn Miami sér vonir um að hann geti spilað í leiknum gegn LA Clippers þann 18. desember.