Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta 19. nóvember 2006 18:02 Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál." Fréttir Innlent Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál."
Fréttir Innlent Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“