Kirkjugestir í Grafavogskirkju í morgun létu ekki veðrið koma í veg fyrir að þeir mættu í messu. Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði í morgun en hann er 95 ára. Sigurbjörn sló á létta strengi í predikun sinni en Sigurbjörn hefur þótt kraftmikill predikari. Fyrir messuna voru haldin fjögur erindi um biskupinn.