Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið í dag. Þetta er fyrsti opnunardagurinn á þessum vetri en snjórinn er fyrr á ferðinni en venjulega. Skíðalyftur eru opnar og helstu skíðaleiðir hafa verið troðnar. Einnig er hægt að nota göngubrautir. Nokkuð kalt er á svæðinu en þar er nú 14 stiga frost og logn.
Nokkuð kalt á opnunardegi Hlíðarfjalls
