Shaquille O´Neal þarf í aðgerð

NBA meistarar Miami Heat verða án miðherja síns Shaquille O´Neal næstu 4-6 vikurnar eftir að læknar liðsins tilkynntu í kvöld að hann þyrfti í uppskurð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir meistarana, sem hafa ekki byrjað leiktíðina með neinum glæsibrag.