Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga 17. nóvember 2006 18:40 Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu. Fréttir Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira