Félagsstofnun Stúdenta á og rekur nýju stúdentagarða við Lindargötu. Ansi hvasst getur orðið á utanáliggjandi stigagöngum sem snúa að sjónum í skuggagörðum, sérstaklega þegar komið er upp á fjórðu eða fimmtu hæð. Sjá má að þar hafa rúður brotnað í rokinu síðustu daga. Rúða í hurðinni hjá Berþóru Snæbjörnsdóttur, íbúa í stúdentagörðunum, brotnaði eftir að vinkona hennar fauk með hurðinni.Glerbrot voru út um allt í forstofnunni og fyrir utan hurðina.
Vinkona Bergþóru sem var á leið í heimsókn til hennar og maður sem var á bílastæðinu fengu glerbrotin úr hurðinni yfir sig og hlupu í skjól upp við húsið. Myldi þykir að ekki hafi farið verr en vinkonan þurfti að tína glerbrot úr hettu á peysunni sinni.
Til að byrja með stóð vindurinn beint inn í íbúð Bergþóru enda galopið í gegn þar sem rúðan hafði verið.
Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, segir málið komið inn á borð hönnuðar hússins sem vinnur að því finna lausn á því.