Endalaus saga í olíusamráðsmáli 16. nóvember 2006 19:39 Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst. Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst.
Fréttir Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira