Breytinga þörf á Akureyrarflugvelli 15. nóvember 2006 22:05 Umræddur flugvöllur á Akureyri. MYND/Kristján Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna. Forráðamenn í ferðaþjónustu á Norðurlandi lýsa miklum vonbrigðum með að aðstæður hafi orðið til þess að Iceland Express hættir vetrarmillilandaflugi til Akureyrar í næsta mánuði. Þá er sumarflugið í endurskoðun en forstjóri félagsins hefur sagt að stutt flugbraut, lítil þjónusta á vellinum og ítrekuð óánægja farþega með röskun á áætlun geti orðið til þess að stefna fluginu í hættu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir brýnt að fluginu verði viðhaldið og aðstæður bættar á flugvellinum á Akureyri. Hann vonast til að lenging flugbrautarinnar um 500 metra verði sem fyrst að veruleika. Kristján sagði meðal annars: "Við höfum ýtt á eftir þessu mjög lengi, við bæjaryfirvöld, og höfum meðal annars í samstarfi við KEA boðið flýtifjármögnun á verkið ef að það gæti verið til þess að greiða fyrir þessu." Hann sagðist ennfremur vona að þetta næði inn á samgönguáætlun sem fyrst þessi lenging og að það væri verið að vinna að bætingu á aðflugsskilyrðum. Hótelstjórinn á Hótel KEA sagði að ef flugaðilinn treysti sér ekki til þess að fljúga til Akureyrar vegna aðstæðna og dræmrar aðsóknar þá þyrfti að gera verulegt átak í þessum málum. Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Akureyrarbær og KEA hafa boðist til þess að reiða fram fé til að hægt verði að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli gegn því að ríkið endurgreiði þeim seinna. Forráðamenn í ferðaþjónustu á Norðurlandi lýsa miklum vonbrigðum með að aðstæður hafi orðið til þess að Iceland Express hættir vetrarmillilandaflugi til Akureyrar í næsta mánuði. Þá er sumarflugið í endurskoðun en forstjóri félagsins hefur sagt að stutt flugbraut, lítil þjónusta á vellinum og ítrekuð óánægja farþega með röskun á áætlun geti orðið til þess að stefna fluginu í hættu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir brýnt að fluginu verði viðhaldið og aðstæður bættar á flugvellinum á Akureyri. Hann vonast til að lenging flugbrautarinnar um 500 metra verði sem fyrst að veruleika. Kristján sagði meðal annars: "Við höfum ýtt á eftir þessu mjög lengi, við bæjaryfirvöld, og höfum meðal annars í samstarfi við KEA boðið flýtifjármögnun á verkið ef að það gæti verið til þess að greiða fyrir þessu." Hann sagðist ennfremur vona að þetta næði inn á samgönguáætlun sem fyrst þessi lenging og að það væri verið að vinna að bætingu á aðflugsskilyrðum. Hótelstjórinn á Hótel KEA sagði að ef flugaðilinn treysti sér ekki til þess að fljúga til Akureyrar vegna aðstæðna og dræmrar aðsóknar þá þyrfti að gera verulegt átak í þessum málum.
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent