Cahill frá í sex vikur

Ástralski miðjumaðurinn Tim Cahill hjá Everton verður frá keppni næstu sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í leik Everton og Aston Villa um helgina. Cahill verður fyrir vikið ekki í liði Ástrala sem mætir Ghana í vináttuleik á Loftus Road á þriðjudaginn.