57 stig Michael Redd dugðu skammt 12. nóvember 2006 14:33 Michael Redd NordicPhotos/GettyImages Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Skotbakvörðurinn Michael Redd skráði nafn sitt í sögubækurnar hjá liði sínu Milwaukee Bucks í nótt þegar hann sló félagsmet Kareem Abdul-Jabbar með því að skora 57 stig gegn Utah Jazz. Það dugði þó ekki til og gestirnir frá Utah höfðu 113-111 sigur og urðu fyrsta liðið til að vinna 6 leiki í vetur. Carlos Boozer skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Utah og Deron Williams skoraði 27 stig og setti persónulegt met með 15 stoðsendingum. Utah missti Andrei Kirilenko af velli strax í upphafi leiks eftir að hann tognaði illa á ökkla. Michael Redd skoraði fleiri stig en allir félagar hans í Milwaukee liðinu til samans í leiknum. Seattle lagði Atlanta á útivelli í framlengdum leik 113-112 þar sem Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta en Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle. LeBron James skoraði 25 af 38 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Cleveland lagði Boston 94-93 eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir í fjórða leikhluta. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston, sem var með unninn leik í höndunum eftir að hafa haldið Cleveland í aðeins 34 stigum í fyrri hálfleik. Framherjinn sterki Dwight Howard hjá Orlando Magic átti tröllaleik gegn fyrrum átrúnaðargoði sínu Kevin Garnett og Minnesota, en Howard skoraði 21 stig og hirti 22 fráköst í 109-98 sigri Orlando. Garnett var sjálfur iðinn við kolann með 28 stig og 11 fráköstum. Mikill hiti var í mönnum þegar San Antonio og New York áttust við öðru sinni á viku, en þar var Bruce Bowen í sviðsljósinu fyrir harðan varnarleik sinn. San Antonio hafði betur 100-92, en Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 33 stig og Quentin Richardson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst hjá New York. Chicago lagði Indiana í beinni útsendingu á NBA TV 89-80 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum. Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Indiana og Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago - en það var Ben Wallace sem stal senunni með því að hirða 18 fráköst fyrir Chicago, þar af 10 sóknarfráköst og það voru sóknarfráköstin sem tryggðu heimamönnum sigurinn. Chicago hirti 24 sóknarfráköst í leiknum en Indiana aðeins 4. Phoenix vann auðveldan sigur á Memphis 96-87 þrátt fyrir að skora aðeins 7 stig í lokaleikhlutanum þegar byrjunarliðsmennirnir fengu að hvíla sig. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst á aðeins 25 mínútum fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Chucky Atkins skoraði 20 stig fyrir Memphis. Loks burstaði Golden State lið Detroit 111-79 og var þetta fyrsti sigur Golden State á Detroit í þrjú ár. Baron Davis skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State, en Lindsay Hunter skoraði 14 stig fyrir Detroit sem var án Rip Hamilton, sem er meiddur á olnboga.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti