Jón Gunnarsson tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum 11. nóvember 2006 23:18 Hann á leið inn en hún út. Ármann Kr. Ólafsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir. MYND/Heiða Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent.Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust.Atkvæðin skiptust svo:1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti)2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti)3. Ármann Kr. Ólafsson2595 atkvæði (í 1.-3. sæti)4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti)5. Ragnheiður Elín Árnadóttir3303 atkvæði (í 1.-5. sæti)6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti)Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti.Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum. Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjarrgar, tryggði sér fjórða sætið á lokasprettinum í prófkjöri Sjálstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Flest benti til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, myndi hafa það en hún hafnaði í sjötta sæti samkvæmt lokatölum prófkjörsins. 6409 tóku þátt í prófkjörinu sem þýðir að kjörsókn var 55 prósent.Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tryggði sér fimmta sætið og verður að teljast líklegt að hún hafi tryggt sér þingsæti því flokkurinn hefur nú fimm þingsæti í þessu sterkasta vígi sínu í landinu. Sigurrós Þorgrímsdóttir þingkona er hins vegar á leið út því hún er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson alþingismaður fengu bæði góða kosningu í fyrsta og annað sætið og þá var Ármann Kristinn Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, í þriðja sæti frá því að fyrstu tölur bárust.Atkvæðin skiptust svo:1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 5002 atkvæði (í 1. sæti)2. Bjarni Benediktsson 5432 atkvæði (í 1.-2. sæti)3. Ármann Kr. Ólafsson2595 atkvæði (í 1.-3. sæti)4. Jón Gunnarsson 2425 atkvæði (í 1.-4. sæti)5. Ragnheiður Elín Árnadóttir3303 atkvæði (í 1.-5. sæti)6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 atkvæði (í 1.-6. sæti)Baráttan um sæti fjögur til sex var hörkuspennandi frá upphafi til enda. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var í fjórða sæti þegar fyrstu tölur bárust en þegar þriðju tölur voru lesnar upp varð ljóst að spennan yrði mikil því þá voru hún og Jón jöfn í 4.-5. sæti.Jón náði hins vegar fjórða sætinu þegar fjórðu tölur voru lesnar og Ragnheiður var þá í sjötta en þau höfðu sætaskipti þegar sjöttu tölur bárust og þannig var það líka þegar sjöundu tölur voru lesnar. Jón tryggði sér hins vegar fjórða sætið og öruggt þingsæti í áttundu tölum sem jafnframt voru lokatölur en það kemur væntanlega í hlut Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að berjast við að ná sjötta þingsætinu fyrir Sjálfstæðismenn í Kraganum.
Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira