Tvennt slapp án teljandi meiðsla þegar bíll valt á Reykjanesbraut til móts við Kúagerði laust fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst hvers vegna bíllinn valt en báðir farþegar voru komnir út úr bílnum þegar lögreglu bar að garði. Bíllinn mun hins vegar vera nokkuð skemmdur.
