Stórleikur Oberto tryggði San Antonio sigur 9. nóvember 2006 14:53 Brent Barry fagnar hér félaga sínum Fabricio Oberto hjá San Antonio í nótt eftir að liðið tryggði sér nauman sigur á Phoenix í framlengingu NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio í sigrinum á Phoenix og skoraði 29 stig, Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en það var fyrst og fremst stórleikur Argentínumannsins sem tryggði heimamönnum sigur. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 16 stig á aðeins 15 mínútum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði, en lenti strax í villuvandræðum. Dallas, sem fór alla leið í úrslitin á síðustu leiktíð, tapaði fjórða leik sínum í röð í upphafi leiktíðar í nótt þegar liðið lá fyrir LA Clippers 103-85. Jason Terry skoraði 23 stig fyrir Dallas en Cuttino Mobley var atkvæðamestur í liði Clippers með 28 stig. Hedo Turkuglu var hetja Orlando þegar flautukarfa hans tryggði liðinu nauman heimasigur á Seattle 88-87. Turkuglu skoraði 18 stig líkt og Jameer Nelson hjá Orlando - en Ray Allen setti 21 stig fyrir Seattle. Gilbert Arenas fór hamförum þegar Washington lagði Indiana 117-91. Arenas skoraði 40 stig fyrir Washington, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Indiana. Philadelphia tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Toronto 106-104. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 14 fráköst hjá Toronto og tryggði sigurinn með sjaldgæfri þriggja stiga körfu undir lokin. Boston vann fyrsta leik sinn á tímabilinu þegar liðið skellti Charlotte á heimavelli 110-108. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 35 stig hvor hjá Boston en Emeka Okafor skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst hjá Charlotte. Utah tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið lá 96-89 á útivelli gegn New Jersey. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst þrátt fyrir meiðsli, en Carlos Boozer og Derek Fisher skoruðu 15 hvor fyrir Utah. Houston lagði Milwaukee 97-93 þar sem Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Michael Redd skoraði 34 stig fyrir Milwaukee. New York vann ævintýralegan útisigur á Denver 109-107 þar sem Jamal Crawford tryggði New York sigurinn með þristi í lokin og var stigahæstur með 35 stig og 7 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 37 stig fyrir Denver sem hefur enn ekki unnið leik og fékk þær fréttir að framherjinn Kenyon Martin þurfi enn í hnéuppskurð og spilar væntanlega ekki mikið meira á tímabilinu. Portland vann sannfærandi sigur á LA Lakers 101-90 þar sem Zach Randolph fór á kostum og skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst hjá Portland, en Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers. Loks vann Sacramento 99-86 sigur á Detroit á heimavelli sínum þar sem Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit en Kevin Martin var með 30 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio í sigrinum á Phoenix og skoraði 29 stig, Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en það var fyrst og fremst stórleikur Argentínumannsins sem tryggði heimamönnum sigur. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 16 stig á aðeins 15 mínútum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði, en lenti strax í villuvandræðum. Dallas, sem fór alla leið í úrslitin á síðustu leiktíð, tapaði fjórða leik sínum í röð í upphafi leiktíðar í nótt þegar liðið lá fyrir LA Clippers 103-85. Jason Terry skoraði 23 stig fyrir Dallas en Cuttino Mobley var atkvæðamestur í liði Clippers með 28 stig. Hedo Turkuglu var hetja Orlando þegar flautukarfa hans tryggði liðinu nauman heimasigur á Seattle 88-87. Turkuglu skoraði 18 stig líkt og Jameer Nelson hjá Orlando - en Ray Allen setti 21 stig fyrir Seattle. Gilbert Arenas fór hamförum þegar Washington lagði Indiana 117-91. Arenas skoraði 40 stig fyrir Washington, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Indiana. Philadelphia tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Toronto 106-104. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 14 fráköst hjá Toronto og tryggði sigurinn með sjaldgæfri þriggja stiga körfu undir lokin. Boston vann fyrsta leik sinn á tímabilinu þegar liðið skellti Charlotte á heimavelli 110-108. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 35 stig hvor hjá Boston en Emeka Okafor skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst hjá Charlotte. Utah tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið lá 96-89 á útivelli gegn New Jersey. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst þrátt fyrir meiðsli, en Carlos Boozer og Derek Fisher skoruðu 15 hvor fyrir Utah. Houston lagði Milwaukee 97-93 þar sem Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Michael Redd skoraði 34 stig fyrir Milwaukee. New York vann ævintýralegan útisigur á Denver 109-107 þar sem Jamal Crawford tryggði New York sigurinn með þristi í lokin og var stigahæstur með 35 stig og 7 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 37 stig fyrir Denver sem hefur enn ekki unnið leik og fékk þær fréttir að framherjinn Kenyon Martin þurfi enn í hnéuppskurð og spilar væntanlega ekki mikið meira á tímabilinu. Portland vann sannfærandi sigur á LA Lakers 101-90 þar sem Zach Randolph fór á kostum og skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst hjá Portland, en Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers. Loks vann Sacramento 99-86 sigur á Detroit á heimavelli sínum þar sem Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit en Kevin Martin var með 30 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum