Kuyt er frábær liðsmaður 4. nóvember 2006 21:15 Dirk Kuyt er sjóðandi heitur um þessar mundir. Getty Images Hollenski framherjinn Dirk Kuyt fékk mikið hrós frá stjóra sínum, Rafael Benitez, eftir leikinn gegn Reading í dag. Liverpool vann 2-0 og skoraði Kuyt bæði mörkin. "Hann er gríðarlega vinnusamur leikmaður sem leggur sig allan fram og berst fyrir liðið. Hann skapar pláss fyrir aðra með hreyfanleika sínum og samstarf hans við Peter Crouch í framlínunni er að virka vel. Fyrir utan þetta þá er hann að skora mörk. Hann er einfaldlega frábær liðsmaður," sagði Benitez, hæstaánægður með sinn mann, en Kuyt hefur nú skorað fimm mörk á tímabilinu. Liverpool er komið upp í 7. sæti deildarinnar og er það helst frábærum árangri liðsins á heimavelli að þakka. Þar hefur liðið ekki tapað í síðustu 22 deildarleikjum. "Við verðum að finna þetta form á útivöllum til að halda okkur inn í baráttunni um efstu sætin. Við erum í framför og ég er sannfærður um að við munum hala inn fleiri stigum í næstu leikjum," bætti Benitez við. Eftir góða byrjun á leiktíðinni hefur Reading nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og sígur liðið hægt og bítandi niður töfluna. Steve Coppell, stjóri liðsins, segir lið sitt þó ekki vera búið að gefa upp öndina. "Í þessum fjórum leikjum höfum við meðal annars mætt Arsenal, Chelsea og nú Liverpool. Þetta eru gæðalið og við sem nýliðar eigum erfitt uppdráttar gegn svona góðum leikmönnum. En ég hef trú á mínum mönnum og veit að við eigum eftir að finna formið á ný." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Hollenski framherjinn Dirk Kuyt fékk mikið hrós frá stjóra sínum, Rafael Benitez, eftir leikinn gegn Reading í dag. Liverpool vann 2-0 og skoraði Kuyt bæði mörkin. "Hann er gríðarlega vinnusamur leikmaður sem leggur sig allan fram og berst fyrir liðið. Hann skapar pláss fyrir aðra með hreyfanleika sínum og samstarf hans við Peter Crouch í framlínunni er að virka vel. Fyrir utan þetta þá er hann að skora mörk. Hann er einfaldlega frábær liðsmaður," sagði Benitez, hæstaánægður með sinn mann, en Kuyt hefur nú skorað fimm mörk á tímabilinu. Liverpool er komið upp í 7. sæti deildarinnar og er það helst frábærum árangri liðsins á heimavelli að þakka. Þar hefur liðið ekki tapað í síðustu 22 deildarleikjum. "Við verðum að finna þetta form á útivöllum til að halda okkur inn í baráttunni um efstu sætin. Við erum í framför og ég er sannfærður um að við munum hala inn fleiri stigum í næstu leikjum," bætti Benitez við. Eftir góða byrjun á leiktíðinni hefur Reading nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og sígur liðið hægt og bítandi niður töfluna. Steve Coppell, stjóri liðsins, segir lið sitt þó ekki vera búið að gefa upp öndina. "Í þessum fjórum leikjum höfum við meðal annars mætt Arsenal, Chelsea og nú Liverpool. Þetta eru gæðalið og við sem nýliðar eigum erfitt uppdráttar gegn svona góðum leikmönnum. En ég hef trú á mínum mönnum og veit að við eigum eftir að finna formið á ný."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira