Þrír leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Hamar tekur á móti Tindastóli í Hveragerði og Fjölnir tekur á móti Skallagrími í Grafarvogi. Í kvennaflokki mætast Breiðablik og ÍR í Kópavogi og verður sá leikur sýndur beint á netinu á heimasíðu Blika. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 í kvöld.