New York lagði Memphis í maraþonleik 2. nóvember 2006 14:04 Quentin Richardson skoraði 31 stig fyrir New York í nótt og nýtti 10 af 13 skotum sínum, þar af öll 5 þriggja stiga skot sín NordicPhotos/GettyImages Leiktíðin í ár fer öllu betur af stað en sú síðasta hjá New York Knicks í NBA deildinni, en í nótt lagði liðið Memphis Grizzlies 118-117 eftir þríframlengdan leik í Madison Square Garden. Quentin Richardson var sjóðandi heitur í liði New York og skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst en Chucky Atkins skoraði 25 stig fyrir Memphis og Hakim Warrick skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst. Chicago tapaði fyrir Orlando á útivelli 109-94. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst hjá Orlando. Philadelphia lagði Atlanta 88-75 þar sem Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia og Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana lagði Charlotte á útivelli 106-99. Jermaine O´Neal og Sarunas Jasikevicius skoruðu 20 stig hvor fyrir Indiana en Emeka Okafor skoraði 19 stig, hirti 13 fráköst og varði 6 skot fyrir Charlotte. New Orleans lagði Boston 91-87 þar sem sérstök minningarathöfn var haldin um Red Auerbach fyrir leikinn. Paul Pierce fór fyrir Boston með 29 stigum og 19 fráköstum, en nýliði ársins í fyrra, Chris Paul, skoraði 20 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Orleans. Leikmenn Boston munu spila með sérstök sorgarbönd til heiðurs Red Auerbach allt tímabilið en í ár eru 20 ár frá síðasta meistaratitli stórveldisins. Jason Kidd náði enn einni þrennunni á ferlinum þegar hann leiddi New Jersey til 102-92 sigurs á Toronto í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Kidd skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar og Vince Carter skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst. Anthony Parker skoraði 22 stig fyrir Toronto og TJ Ford skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Kanadaliðið. Cleveland lagði Washington 97-94 í hörkuleik. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Washington, en Larry Hughes skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst gegn sínum gömlu félögum og LeBron James bætti við 26 stigum og 10 fráköstum. Detroit tapaði óvænt á heimavelli fyrir Milwaukee 105-97. Michael Redd var sjóðheitur hjá Milwaukee og skoraði 37 stig og hitti mjög vel, en þeir Rip Hamilton og Chauncey Billups skoruðu 25 stig hvor fyrir Detroit. Minnesota skellti Sacramento 92-83. Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota, en Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Sacramento. Mike Bibby var hent út úr húsi í fjórða leikhlutanum með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara. Utah vann góðan sigur á Houston 107-97 þar sem Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah og skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst og Deron Williams skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar. Tracy McGrady skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Houston og Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. Portland lagði Seattle í norðvesturslagnum. Zach Randolph skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland en Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Seattle. LA Lakers vann annan leikinn í röð þegar liðið skellti Golden State 110-98. Ronnie Turiaf skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðendingar. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 18 stig. Loks vann Phoenix sigur á LA Clippers á heimavelli í síðari beinu útsendingunni á NBA TV 112-104. Shawn Marion skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst hjá Phoenix en Elton Brand skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst hjá Clippers. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Leiktíðin í ár fer öllu betur af stað en sú síðasta hjá New York Knicks í NBA deildinni, en í nótt lagði liðið Memphis Grizzlies 118-117 eftir þríframlengdan leik í Madison Square Garden. Quentin Richardson var sjóðandi heitur í liði New York og skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst en Chucky Atkins skoraði 25 stig fyrir Memphis og Hakim Warrick skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst. Chicago tapaði fyrir Orlando á útivelli 109-94. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst hjá Orlando. Philadelphia lagði Atlanta 88-75 þar sem Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia og Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana lagði Charlotte á útivelli 106-99. Jermaine O´Neal og Sarunas Jasikevicius skoruðu 20 stig hvor fyrir Indiana en Emeka Okafor skoraði 19 stig, hirti 13 fráköst og varði 6 skot fyrir Charlotte. New Orleans lagði Boston 91-87 þar sem sérstök minningarathöfn var haldin um Red Auerbach fyrir leikinn. Paul Pierce fór fyrir Boston með 29 stigum og 19 fráköstum, en nýliði ársins í fyrra, Chris Paul, skoraði 20 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Orleans. Leikmenn Boston munu spila með sérstök sorgarbönd til heiðurs Red Auerbach allt tímabilið en í ár eru 20 ár frá síðasta meistaratitli stórveldisins. Jason Kidd náði enn einni þrennunni á ferlinum þegar hann leiddi New Jersey til 102-92 sigurs á Toronto í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Kidd skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar og Vince Carter skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst. Anthony Parker skoraði 22 stig fyrir Toronto og TJ Ford skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Kanadaliðið. Cleveland lagði Washington 97-94 í hörkuleik. Caron Butler skoraði 23 stig fyrir Washington, en Larry Hughes skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst gegn sínum gömlu félögum og LeBron James bætti við 26 stigum og 10 fráköstum. Detroit tapaði óvænt á heimavelli fyrir Milwaukee 105-97. Michael Redd var sjóðheitur hjá Milwaukee og skoraði 37 stig og hitti mjög vel, en þeir Rip Hamilton og Chauncey Billups skoruðu 25 stig hvor fyrir Detroit. Minnesota skellti Sacramento 92-83. Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota, en Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Sacramento. Mike Bibby var hent út úr húsi í fjórða leikhlutanum með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara. Utah vann góðan sigur á Houston 107-97 þar sem Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah og skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst og Deron Williams skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar. Tracy McGrady skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Houston og Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. Portland lagði Seattle í norðvesturslagnum. Zach Randolph skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland en Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Seattle. LA Lakers vann annan leikinn í röð þegar liðið skellti Golden State 110-98. Ronnie Turiaf skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðendingar. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 18 stig. Loks vann Phoenix sigur á LA Clippers á heimavelli í síðari beinu útsendingunni á NBA TV 112-104. Shawn Marion skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst hjá Phoenix en Elton Brand skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst hjá Clippers.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira