Sex manns í gæsluvarðhaldi vegna fjögurra fíkniefnamála 1. nóvember 2006 17:06 Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að upp hafi komist um málin í samstarfi tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og lögreglunnar í Reykjavík sem annast hefur rannsókn þeirra. Þá hefur rannsókn tveggja þessara mála verið unnin í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fyrsta málið kom upp þann 12. október þegar tveir íslenskir karlmenn um fertugt komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kom í ljós að þeir höfðu falið töluvert magn kókaíns í skóm sínum. Lögreglan í Reykjavík sem annast rannsókn málsins fékk mennina úrskurðaða í gæsluvarðhald. Þeir hafa verið látnir lausir. Daginn eftir var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í flugstöðinni, einnig við komu frá Kaupmannahöfn. Verulegt magn kókaíns fannst í skóbotnum hans. Manninum var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík sem annast rannsókn málsins.Í framhaldi af þessum málum voru tveir grunaðir samverkamenn þeirra handteknir og sæta þeir gæsluvarðhaldi nú.Í þriðja málinu hafði lögreglan í Kaupmannahöfn samband við lögregluna á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir því að íslenskt par sem von var á til landsins frá Kaupmannahöfn yrði handtekið við komu þess til Íslands. Ástæða þess var sú að í tösku sem þeim tengdist á flugvellinum í Danmörku fannst verulegt magn amfetamíns. Lögreglan í Reykjavík annast rannsókn þess máls í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fjórða málið kom upp þann 19. október þegar tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við rannsókn á innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum með hraðsendingu sem kom frá Danmörku. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að upp hafi komist um málin í samstarfi tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og lögreglunnar í Reykjavík sem annast hefur rannsókn þeirra. Þá hefur rannsókn tveggja þessara mála verið unnin í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fyrsta málið kom upp þann 12. október þegar tveir íslenskir karlmenn um fertugt komu til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli kom í ljós að þeir höfðu falið töluvert magn kókaíns í skóm sínum. Lögreglan í Reykjavík sem annast rannsókn málsins fékk mennina úrskurðaða í gæsluvarðhald. Þeir hafa verið látnir lausir. Daginn eftir var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður í flugstöðinni, einnig við komu frá Kaupmannahöfn. Verulegt magn kókaíns fannst í skóbotnum hans. Manninum var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík sem annast rannsókn málsins.Í framhaldi af þessum málum voru tveir grunaðir samverkamenn þeirra handteknir og sæta þeir gæsluvarðhaldi nú.Í þriðja málinu hafði lögreglan í Kaupmannahöfn samband við lögregluna á Keflavíkurflugvelli og óskaði eftir því að íslenskt par sem von var á til landsins frá Kaupmannahöfn yrði handtekið við komu þess til Íslands. Ástæða þess var sú að í tösku sem þeim tengdist á flugvellinum í Danmörku fannst verulegt magn amfetamíns. Lögreglan í Reykjavík annast rannsókn þess máls í nánu samstarfi með lögreglunni í Kaupmannahöfn.Fjórða málið kom upp þann 19. október þegar tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við rannsókn á innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum með hraðsendingu sem kom frá Danmörku. Þeir sæta nú gæsluvarðhaldi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira