Endurkoma Schwarzeneggers 29. október 2006 13:54 Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Arnold Schwarzenegger tekst að snúa vonlausri stöðu sér í hag og snýr andstæðinginn auðveldlega niður. Þetta er ekki söguþráður í Hollywood kvikmynd heldur raunveruleiki ríkisstjórans Arnolds sem hefur á einu ári náð að vinna sér upp úr verulegum óvinsældum í yfirburðastöðu. Tapaði illaFyrir ári veðjaði Schwarzenegger vinsældum sínum og tapaði illa. Hann leitaði beint til kjósenda í stað þess að leita málamiðlana á fylkisþinginu. Schwarzenegger vildi auka vald ríkisstjóra við fjárlagagerð, takmarka möguleika verkalýðsfélaga til pólitískra afskipta, færa vald til að breyta skipan kjördæma frá fylkisþinginu og auðvelda uppsagnir kennara. Kjósendur höfnuðu því öllu og sáu eftir kostnaðnum við að halda aukakosningarnar. Tortímandinn sjálfur var hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og taldist samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælli en Bush forseti sem segir töluvert í hinni frjálslyndu Kaliforníu. Demókratar töldu sig eiga greiða leið að ríkisstjóraembættinu. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Arnold Schwarzenegger kæmi fram, viðurkenndi mistök sín og bæði kjósendur afsökunar. Tók upp baráttumál demókrataÞá vanmátu demókratar sigurvilja Schwarzeneggers. Í viðtali við Wall Street Journal í sumar segist hann alltaf stefna á sigur og ekki binda sig við ákveðna hugmyndafræði. Eftir ósigurinn í fyrra má segja að Schwarzenegger hafi slegið öll vopn úr höndum demókrata með því að taka upp þeirra helstu baráttumál. Hann jók verulega fjárframlög til menntunarmála, hækkaði lágmarkslaun og lækkaði lyfjakostnað ótryggðra einstaklinga. Einnig gerðist Schwarzenegger framsækinn umhverfisverndarsinni þegar hann skrifaði undir lög sem takmarka verulega losun gróðurhúsalofttegunda. Hann er nú með verulegt forskot í öllum skoðanakönnunum.Leikarinn og fylkisstjórinnPhil Angelides frambjóðandi demókrata virðist eiga í vonlausri baráttu þegar kemur að athygli fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á kvikmyndastjörnu en fyrrverandi fjármálaráðherra fylkisins. Hann kvartaði formlega þegar Schwarzenegger var boðið til Jay Leno og fór fram á jafnan tíma í helsta fjölmiðlum. Lengi vel voru einu sjónvarpsauglýsingarnar úr herbúðum Angelides brot af kosningafundi Bush fyrir tveimur árum þar sem Schwarzenegger er í aðalhlutverki. Hjá Jay Leno sagði Schwarzenegger álíka gáfulegt að bendla sig við Bush og Óskarsverðlaun. Angelides virðist hins vegar hafa meiri trú á leikarahæfileikum austurríska vöðvatröllsins og segir hann sýna snilldartakta í að herma eftir demókrata. Verðlaunaafhendingin verður væntanlega eftir tíu daga.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent