Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ 27. október 2006 12:05 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Forsaga málsins er sú að í mars árið 2003 kynntu heilbrigðisráðherra og þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins samkomulag um hækkun örorkulífeyris. Gerði það ráð fyrir að grunnlífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið 75 prósent öryrkjar eða meira og væru yngri en átján ára yrði tvöfaldaður en að lífeyrisviðbót færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Fyrrverandi formaður Örykjabandalagsins benti á að Tryggingastofnun hefði talið að samkomulagið gæti kostað ríkið um einn og hálfan milljarð en þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var aðeins gert ráð fyrir einum milljarði. Taldi Öryrkjabandalagið að með þessu hefði íslenska ríkið ekki efnt samkomulagið og höfðaði mál. Dómur féll í málinu 10. maí síðastliðinn þar sem aðalkröfu öryrkja um að efni samkomulagsins yrði viðurkennt og heilbrigðisráðherra yrði gert að leggja fram frumvarp til að efna samkomulagið var vísað frá. Hins vegar ákvað dómurinn að taka fyrir varakröfu Öryrkjabandalagsins um úrskurðað yrði um greiðsluskyldu yfirvalda vegna samkomulagsins, þ.e. hvort heilbrigðisráðherra hefði skuldbundið ríkið til að greiða að fullu það sem bandalagið fór fram á. Vísaði Örykjabandalagið meðal annars til eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar máli sínu til stuðnings og til þess að heilbrigðisráðherra hefði lýst því yfir á Alþingi samkomulagið hefði ekki verið að fullu efnt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag segir að Örykjabandalagið hafi vitað að ráðherra hafi ekki vald samkvæmt lögum til að hækka bætur eða stofna nýjan bótaflokk. Til þess þurfi lagabreytingar. Bandalaginu hafi því átt að vera ljóst að yfirlýsingar ráðherra, hvort sem um er að ræða loforð, fyrirheit eða annað, geti ekki skuldbundið ríkissjóð. Dómurinn bendir enn fremur á að ráðherrar og ríkisstjórn hafa oft gefið fyrirheit um tilteknar lagabreytingar, oftast til að stuðla að gerð kjarasamninga og þá hafi iðulega verði samþykkt frumvörp á þingi fljotlega eftir slík fyrirheit. Aldrei hafi þó reynt á það fyrir dómi fyrr að slík fyrirheit séu skuldbindandi og segir dómurinn réttarvenju í þá veru ekki hafa myndast enda væri hún í verulegri andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunarinnar. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfum Örykjabandalagsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Örykjabandalagsins, segir að nú muni hún setjast niður með forsvarsmönnum bandalagsins og fara yfir dóminn. Í kjölfarið verði ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Telur Sigríður Rut líklegt að það verði gert.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira