Fullorðin kona lést þegar bíll hennar fór fram af klettum við heilsugælsustöðina í Vopnafirði og hafnaði út í sjó um klukkan ellefu í morgun. 30-40 menn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði voru kallaðir á vettvang og notuðu þeir bæði slöngubáta og björgunaskip við leit að konunni. Konan fannst um hádegisbil en var úrskurðuð látin við komuna á heilsugæslustöðina. Tildrög slyssins eru ókunn en búið er að ná bílnum upp úr sjónum.

