Innlent

FL Group tekur sambankalán

FL Group hefur undirritað lánssaming fyrir 250 milljón evrur eða um 21,5 milljarða krónur, til fjármögnunar á hluta af hlutafjáreign FL Group í Glitni. Lánið er til þriggja ára með endurgreiðslu höfuðstóls í lok lánstíma.

UniCredit Group, með milligöngu Bayerische Hypo- und Vereinsbank AG, leiddi lántökuna sem var í formi sambankaláns.

Í tilkynningu frá FL Group segir að með þessu hafi félagið náð mikilvægum áfanga í fjármögnun félagsins. Ásamt sölu á öllum hlut FL Group í Icelandair Group, sem gengið var frá í síðustu viku, gerir samningurinn það að verkum að FL Group er afar vel í stakk búið til að takast á við þau áhugaverðu verkefni sem eru til skoðunar.

Þá er haft eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, að lántakan marki tímamót fyrir FL Group. Sveigjanleiki til fjárfestinga aukist til muna ásamt því sem samsetning skulda batni. Þá sé sambankalánið viðurkenning fyrir félagið því hún sýnir það traust sem FL hefur áunnið sér í alþjóðlegum fjármálaheimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×