Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea fór í aðgerð í dag vegna höfuðkúpubrots sem hann varð fyrir í leiknum gegn Reading í gærkvöldi.
Læknar á taugadeild Oxford sjúkrahússins segja aðgerðina hafa heppnast vel, en segja of snemmt að segja til um hve langan tíma það taki markvörðinn að ná sér í kjölfarið.