Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú fengið þær fregnir að þrír af lykilleikmönnum hans verði frá keppni í nokkurn tíma vegna meiðsla eftir landsleikjahlé og verður það væntanlega ekki til þess að auka hrifningu þjálfarans á hléunum sem hann hefur gagnrýnt harðlega undanfarið.
"Freddie Ljungberg er meiddur á kálfa, Emmanuel Eboue verður frá í þrjár til fjórar vikur vegna hnémeiðsla og Julio Baptista er meiddur á læri. Það er því miður þannig að maður fær leikmenn sína gjarnan meidda til baka úr landsleikjum," sagði Wenger.