Svo gæti farið að portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier spilaði sinn fyrsta leik með varaliði félagsins eftir helgina, en leikbannið sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi forðum rennur út á laugardag.
Samningi leikmannsins við Middlesbrough var rift eftir að of hátt magn testósteróns mældist í honum fyrir leik í Evrópukeppninni í september í fyrra, en kappinn mun hafa staðið sig vel á æfingum með Boro undanfarið og því íhugar Gareth Southgate að gefa honum tækifæri á að sanna sig með varaliðinu áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.