Innlent

Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Exista og VÍS

Samkeppnistofnun hefur lagt blessun sína yfir samruna Exista og VÍS. Exista keypti ríflega 80 prósenta hlut í VÍS í sumar og á Exista og dótturfélög þess nú nánast allt hlutafé í VÍS.

Samkeppniseftirlitið tók samrunann til skoðunar og segir í úrskurði sínum að athugun stofnunarinnar bendi ekki til þess að samlegðaráhrif samrunans skapi aðgangshindranir að viðkomandi mörkuðum né að samkeppnisleg staða keppinauta skerðist við samrunann. Ekki fáist því séð að samruninn leiði til eða styrki markaðsráðandi stöðu fyrirtækjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×