Carlisle fær nýjan samning og stöðuhækkun

Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers í NBA deildinni, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið og hefur þar að auki fengið stöðu í stjórninni. Carlisle hefur þjálfað Pacers í þrjú ár og var meðal annars kjörinn þjálfari ársins í deildinni árið 2002 þegar hann stýrði liði Detroit Pistons.